Heilnæmi og gæði

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Miðvikudagur, 27. maí 2009 21:44

Fiskur er bragðgóður og næringarríkur matur. Fiskur inniheldur mörg mikilvæg næringarefni og prótein auk þess sem hann inniheldur almennt litla fitu. Fitan í fiski er auk þess rík af Omega-3 fitusýrum, sem sýnt hefur verið fram á að hafi margskonar jákvæð áhrif á heilsufar fólks. Almennt ráðleggja næringarfræðingar að fiskur sé hafður á borðum 2-3svar í viku. 

Rannsóknir hafa sýnt að íslensk fiskimið eru með þeim hreinustu í heimi og íslenskar sjávarafurðir eru heilsusamlegar og næringarríkar. Mengun hafsins á sér engin landamæri, en sú staðreynd að Ísland er fámennt land fjarri helstu iðnaðarþjóðum gerir að verkum að hreinleiki fiskimiðanna við landið er með því mesta sem gerist. Vöktun á óæskilegum efnum í íslenskum sjávarafurðum, sem unnin var af MATIS, sýnir að magn mengandi efna í íslensku sjávarfangi er mjög lágt og almennt langt undir mörkum Evrópusambandsins. Niðurstöður mælinganna má skoða á vef MATIS hér.

Við vinnslu fiskafurða hjá G.RUN er aðeins notað hágæða hreint neysluvatn. Vatnið sem við notum kemur frá vatnsöflunarsvæði Grundfirðinga við Grundarbotna, þar sem því er dælt úr jörðu um borholur. Reglubundið eftirlit hefur sýnt að um mjög gott vatn er að ræða.

ÍSGEM gagnagrunnurinn hefur að geyma eftirfarandi upplýsingar um efnainnihald matvæla á íslenskum markaði og sem framleidd eru á Íslandi, þar á meðal eftirfarandi upplýsingar fyrir karfa, ýsu og þorsk.

Síðast uppfært ( Föstudagur, 05. júní 2009 18:14 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500