Gæðastjórnun

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:19

Gæðastjórnun okkar byggist á aðferðafræði HACCP (Hazard Analysis Critical Control Points) og miðar að því að hámarka öryggi og gæði þeirra afurða sem við framleiðum. Með notkun HACCP fæst auk þess betri nýting hráefna, bætt yfirsýn og skjótari viðbrögð við vandamálum sem kunna að koma upp. Innra eftirlit með HACCP aðferðinni auðveldar einnig samskipti við stjórnvöld og eftirlitsaðila með vinnslunni sem aftur leiðir til aukins trausts.

Gæðastefnu G.RUN má lesa hér.

HACCP gæðastjórnunarkerfið byggist á sjö grundvallarreglum, sem eru í aðalatriðum:

  1. Líklegir áhættuþættir greindir á öllum stigum framleiðslunnar. Líkurnar á að hætta geti skapast metin og fyrirbyggjandi ráðstafanir ákveðnar.
  2. Ákveðnir þeir staðir, aðferðir og/eða verkþættir í framleiðslunni sem þarf að stjórna til að útiloka eða lágmarka áhættu. 
  3. Hættumörk skilgreind til að tryggja stjórn á mikilvægum eftirlitsatriðum. 
  4. Komið á innra eftirlitskerfi með skipulögðum mælingum til að sannprófa að mikilvæg eftirlitsatriði séu undir stjórn. 
  5. Úrbætur ákveðnar og komið til framkvæmda ef eftirlit/vöktun leiðir í ljós að tiltekið eftirlitsatriði er ekki undir stjórn. 
  6. Ákveðnar aðferðir til sannprófunar, s.s. viðbótarmælingar og rannsóknir, sem staðfesta að eftirlitið sé virkt.
  7. Útbúnar skriflegar verklagsreglur og komið á skráningu í samræmi við grunnreglur HACCP til að tryggja innleiðingu gæðastjórnunarkerfisins. 

 

Eftirlit

Til viðbótar við innra gæðaeftirlitskerfi G.RUN fer fram reglulegt eftirlit opinberra aðila á starfseminni. Matvælastofnun (MAST) annast eftirlit með að meðferð, framleiðsla og dreifing fisks og sjávarafurða sé samkvæmt ákvæðum laga og reglna. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur eftirlit með að íslensk stjórnvöld fylgi eftir að unnið sé samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins varðandi framleiðslu og meðferð sjávarafurða.

Auk þess fáum við reglulega heimsóknir frá viðskiptavinum okkar sem fylgjast grannt með að starfsemin uppfylli ströngustu kröfur. Við tökum með ánægju á móti núverandi og verðandi viðskiptavinum sem vilja heimsækja okkur og skoða starfsemi okkar.


Síðast uppfært ( Þriðjudagur, 02. júní 2009 11:12 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500