Veiðistjórnun

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:17

G.RUN starfar innan ramma löggjafar um íslenska fiskveiðistjórnun. Markviss fiskveiðistjórnun er forsenda þess að hægt sé að nýta fiskistofnana með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Á Íslandi hefur verið byggt upp fiskveiðistjórnunarkerfi til að tryggja ábyrgar fiskveiðar sem fela í sér viðhald fiskistofna og góða umgengni um vistkerfi hafsins. Stjórnun fiskveiða á Íslandi byggist í aðalatriðum á víðtækum rannsóknum á fiskistofnum og vistkerfi hafsins, ákvörðunum um veiðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar og öflugu eftirliti með veiðum og heildarafla. Þetta eru þær meginstoðir íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem ætlað er að tryggja ábyrgar fiskveiðar og viðhald auðlinda hafsins til framtíðar.

Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórnun fiskveiða og hefur eftirlit með öllum þáttum fiskveiða. Sjá hér.

G.RUN styður við yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar, sem sett hefur verið fram af aðilum tengdum íslenskum sjávarútvegi, sjávarútvegsráðherra, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Fiskifélagi Íslands. Yfirlýsingin er liður í því að koma á framfæri upplýsingum um íslenskan sjávarútveg og hvernig staðið er að stjórnun fiskveiða með það að markmiði að tryggja ábyrgar fiskveiðar og umgengni um vistkerfi hafsins umhverfis Ísland. Yfirlýsingin er ætluð öllum þeim sem er umhugað um ástand fiskistofna og ábyrgar fiskveiðar, sér í lagi þeim fjölmörgu aðilum sem kaupa og neyta íslenskra sjávarafurða. Yfirlýsinguna má nálgast hér.


Síðast uppfært ( Miðvikudagur, 27. maí 2009 20:08 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500