Stefna G.RUN

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:15

Meginhlutverk G.RUN eru veiðar og vinnsla á bolfiski.

Markmið fyrirtækisins eru að framleiða einungis úrvals afurðir úr fiskistofnum sem nýttir eru á skynsaman og sjálfbæran hátt úr hreinu og ómenguðu hafsvæði. Við viljum vera leiðandi hvað varðar gæðastjórnun. og gæði vörunnar. Við höfum það markmið að uppfylla ávallt væntingar viðskiptavina og skila vöru af umsömdum gæðum á þeim tíma sem um var samið. Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og því samfélagi sem við störfum í og leitumst við að skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa starfsmenn.

Markmiðum okkar náum við m.a. með eftirfarandi hætti:

Gæði

 • Við fiskveiðar og –vinnslu er rík áhersla á gæðaeftirlit. Gæða- og innra eftirlitskerfi okkar er í samræmi við aðferðafræði HACCP.
 • Beitt er aðferðum altækrar gæðastjórnunar þar sem allir starfsmenn fyrirtækisins taka virkan þátt í að vinna stöðugt að umbótum.
 • Sýni eru  tekin af hráefni um borð í skipunum og fyrir vinnslu. Þar er meðhöndlun metin og skýrsla með niðurstöðum afhent sjómönnum. Stöðugt og nákvæmt eftirlit er með snyrtingu flaka og brugðist við samstundis sé þess þörf.
 • Húsnæði og búnaði er viðhaldið í samræmi við reglugerðir og ströngustu kröfur matvælamarkaðarins. 
 • Rík áhersla er á að afurðir sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu innihaldi ekki skaðleg efni af örverufræðilegum eða efnafræðilegum toga. 
 • Allar afurðir G.RUN eru án hverskonar aukaefna, til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum vörunnar. 
 • Starfsmenn G.RUN leggja metnað sinn í að sameina heilnæmi, ferskleika, frumleika og arðsemi við alla framleiðslu hjá fyrirtækinu.

Umhverfi 

 • GRUN styður opinbera yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi og starfar að öllu leyti innan ramma íslenskrar fiskveiðistjórnunar sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskistofna.
 • Stöðugt er leitast við að sameina fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning, með því að bæta nýtingu hráefna, efna og orku sem notuð eru í starfseminni.
 • Fasteignum okkar og lóð er vel við haldið og umgengni til fyrirmyndar, til að sýna gott fordæmi og stuðla að góðri ásýnd byggðarinnar og vellíðan starfsfólks og íbúa. 

Starfsfólk

 • Við leggjum áherslu á jöfn tækifæri, óháð kyni, aldri eða þjóðerni.
 • Boðið er upp á breytilegan vinnutíma og almennt ekki unnið lengur en 8 tíma á sólarhring þar sem því er við komið, sem er einkum í landvinnslu og netagerð. 
 • Þegar áhugaverð störf losna er fyrst leitað innan starfsmannahópsins og starfsmönnum þannig gefið tækifæri til að skipta um starf og þróa sig í starfi.

Framkvæmdarstjóri G.RUN sér til þess að allir starfsmenn fyrirtækisins þekki og skilji stefnu fyrirtækisins og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu.


Síðast uppfært ( Miðvikudagur, 27. maí 2009 20:05 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500