Yfirlýsing um notkun aukefna

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:15

Til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum þeirra afurða sem við framleiðum, hefur stjórn G.RUN ákveðið að afurðir sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu skuli ekki innihalda nein viðbætt aukefni. Ákvörðunin nær til allra aukefna, þar á meðal eins og þau eru skilgreind í reglugerð um aukefni í matvælum nr. 285/2002 og viðauka II reglugerðarinnar.  Aukefni eru efni sem aukið er í matvæli til þess að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla, s.s. efni til rotvarna, bindiefni og/eða umfangsaukandi efni. 

Fyrirtækið stundar veiðar og vinnslu á fiskafurðum. Aðallega er um að ræða framleiðslu á freðfiskafurðum en einnig ferskum fiski til útflutnings, að langmestu leyti með vinnslu á eigin afla.

Stjórn fyrirtækisins ábyrgist að engum aukefnum hefur verið bætt í afurðir sem unnar eru hjá og seldar frá fyrirtækinu. Skilgreindar hafa verið verklagsreglur sem eiga að tryggja framfylgd þessarar ákvörðunar, bæði við innkaup og vinnslu afurða. Verklagsreglurnar eru hluti af gæðahandbók fyrirtækisins og innra eftirlit gæðastjórnunar tryggir framfylgd viðkomandi verklagsreglna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins veitir þeim sem áhuga hafa fúslega nánari upplýsingar um fyrirkomulag verklags sem þessu tengist og framfylgd þess. Hér geturðu lesið meira um gæðastjórnun hjá G.RUN.

Í tengslum við ofangreint hefur G.RUN látið útbúa umbúðamerki sem dregur fram þá eiginleika að um náttúrulega afurð er að ræða, úr villtum fiskistofnum og sem inniheldur engin viðbætt aukefni.

Yfirlýsinguna má nálgast á pdf formi hér.


Síðast uppfært ( Föstudagur, 05. júní 2009 15:37 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500