Uppruni

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:14

Allur fiskur sem er veiddur og/eða unninn af fyrirtækinu kemur úr hafinu umhverfis Ísland. Veiðisvæði okkar er fyrst og fremst við vesturströnd landsins, frá Reykjanesskaga í suðri að Vestfjörðum í norðri, um 30-100 sjómílur frá landi. Þar veiðum við allar okkar tegundir, karfa, þorsk og ýsu. 

Sérstakt merki um ábyrgar fiskveiðar (sjá til hægri) gefur til kynna að afurðir okkar eru úr fiski sem veiddur er með ábyrgum hætti á íslensku hafsvæði sem fellur undir íslenska fiskveiðistjórnun. Ákveðið hefur verið að upprunamerkið megi nota á allar fiskafurðir sem veiddar eru í íslensku hafsvæði. Nánari upplýsingar um upprunamerkið má nálgast á vef fisheries.is hér.

G.RUN styður yfirlýsingu um ábyrgar fiskveiðar á Íslandi, sem gefin hefur verið út af sjávarútvegsráðuneytinu, Hafrannsóknarstofnuninni, Fiskistofu og Fiskifélagi Íslands. Nánar má lesa um fiskveiðistjórnun og yfirlýsinguna um ábyrgar fiskveiðar hér


Síðast uppfært ( Föstudagur, 05. júní 2009 15:37 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500