Vörurnar

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 17:12

G.RUN hefur það markmið að framleiða bolfiskafurðir í hæsta gæðaflokki. Uppistaðan í veiðum okkar og vinnslu eru þorskur, ýsa og karfi. Mestur hluti framleiðslunnar eru freðfiskafurðir sem pakkað er í blokkir, en einnig framleiðum við ferskan fisk og sendum með flugi, einkum ýsu og þorsk. Einnig seljum við fiskmarning af þessum fisktegundum sem notaður er til frekari framleiðslu á hinum ýmsum afurðum. Vörusamsetningin hefur ekki breyst mikið síðustu árin enda hefur fyrirtækið náð góðum árangri og sérhæfingu í veiðum og vinnslu þessara afurða. 

Allar afurðir okkar eru unnar í fiskvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði, sem er búin framleiðslutækni af bestu gerð. Í fiskvinnslunni er að langmestu leyti um vinnslu á eigin afla að ræða. Með því að stjórna sjálf vinnsluferlinu frá því fiskurinn kemur úr sjó þar til honum hefur verið pakkað í umbúðir getum við hámarkað gæði afurðanna. Stuttar veiðiferðir, stuttur togtími, gott ástand veiðafæra og það að fiskurinn er alltaf vel frá genginn og kældur, stuðlar að auknum gæðum afurðanna. Þegar komið er að landi er fiskinum landað inn í hús þar sem hann er settur í kælir þar til hann er hausaður, flakakaður og snyrtur fyrir pakkningu.

Allur fiskur sem G.RUN framleiðir er veiddur villtur í hafinu við Ísland. Til að viðhalda náttúrulegum eiginleikum þeirra afurða sem við framleiðum innihalda afurðir frá okkur engin viðbætt aukefni. Yfirlýsingu fyrirtækisins um notkun aukefna má lesa hér.

Afurðir okkar eru fluttar út til viðskiptavina í Bandaríkjunum og Evrópu, þar sem þeim er dreift áfram til verslana, veitingahúsa eða til frekari vinnslu. Stærð og gerð pakkninga fer eftir óskum viðskiptavina okkar.

Lestu meira um vörurnar okkar í eftirfarandi vörulýsingum.

Karfi (Sebastes marinus)

Ýsa (Melanogrammus aeglefinus)

Þorskur (Gadus morhua)


Síðast uppfært ( Föstudagur, 05. júní 2009 13:15 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500