Samfélagsleg tenging

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 16:46

G.RUN er grundfirskt fyrirtæki. Það var stofnað í Grundarfirði og hefur starfað þar óslitið frá stofnun, gert út skip sín þaðan og rekið landvinnslu og netaverkstæði í yfir 50 ár.

Hjá fyrirtækinu vinna að meðaltali 85 manns, á sjó og í landi, en það lætur nærri að vera 15-20% vinnandi fólks í Grundarfirði. Við reynum að koma til móts við starfsmenn okkar og auðvelda þeim að rækja fjölskyldu- og samfélagslegt hlutverk, s.s. að foreldrum sé gert kleift að sækja viðburði sem tengjast starfi barna þeirra og fleira í þeim dúr. Fyrirtækið leitast einnig við að styrkja og efla tengsl starfsmanna innbyrðis, einkum á sameiginlegum vettvangi í gegnum starfsmannafélag og félagsskap starfsmanna. 

Við leggjum áherslu á góða umgengni, m.a. að fasteignum og lóðum sé vel við haldið og að umgengni um eignir fyrirtækisins sé til fyrirmyndar. Þannig viljum við stuðla að góðri ásýnd byggðarinnar og vellíðan íbúa og ferðamanna. Við viljum leggja okkar af mörkum til að auka gæði samfélagsins sem við störfum í, og höfum í því tilliti stutt með beinum eða óbeinum hætti ýmsa viðburði og starfsemi, t.d. íþrótta-, menningar- og góðgerðarstarf. 

Eftir því sem okkur er kleift, viljum við efla tengsl og auka þekkingu bæjarbúa á starfsemi okkar, og leggjum þar áherslu á að börnum og ungmennum gefist tækifæri til að kynna sér starfsemina með heimsóknum í fyrirtækið. 

Síðast uppfært ( Laugardagur, 06. júní 2009 10:18 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500