Almennt

Skoða sem PDF skjal
Prentvæn útgáfa
Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator
Mánudagur, 11. maí 2009 16:36

G.RUN er sjávarútvegsfyrirtæki sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Alla tíð höfum við lagt metnað okkar í að framleiða aðeins hágæða afurðir úr fyrsta flokks hráefni, úr hreinu hafinu umhverfis Ísland. Fyrirtækið er miðlungsstórt á íslenskan mælikvarða og hefur alltaf verið staðsett í Grundarfiði, á norðanverðu Snæfellsnesi. Fyrirtækið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 en saga þess nær aftur til ársins 1947. Síðan þá höfum við byggt upp orðspor sem eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi, þekkt fyrir gæði. Alla tíð hefur félagið verið í eigu sömu fjölskyldunnar og hafa þrír ættliðir komið að rekstri þess og uppbyggingu. Í dag starfa að meðaltali um 85 starfsmenn hjá fyrirtækinu, við fiskveiðar, fiskvinnslu og netagerð. 

Fiskveiðar

Fyrirtækið á og gerir út tvö skip; Helga SH 135, 26m togskip smíðað á Ísafirði 1989 og Hring SH 153, 29m togskip smíðað í Skotlandi 1999. Bæði þessi skip eru togskip með skutdrætti, með um 10 manna áhöfn hvort. Heildarafli skipanna árið 2008 var um 6000 tonn, einkum af karfa, ýsu og þorski.  Samtals fóru skipin í um 125 veiðiferðir á árinu 2008. Hver veiðiferð er frekar stutt, eða um 2-5 dagar að jafnaði.

Fiskvinnsla

G.RUN starfrækir fullkomna landvinnslu í Grundarfirði sem sérhæfir sig í vinnslu bolfisks, einkum karfa, ýsu og þorsks. Uppbygging fiskvinnslunnar hefur verið jöfn og stöðug alla tíð.  Árlega verða til um 1500-2000 tonn af tilbúnum afurðum í vinnslunni og eru starfsmenn hennar að meðaltali um 50. Lestu um vörurnar okkar hér.

Netagerð

G.RUN rekur mjög vel búið netaverkstæði þar sem þrír menn starfa. Aðal starfsemi netaverkstæðisins er gerð botntrolla fyrir fiskiskip sem gerð eru út frá Grundarfirði. Einnig hefur aukist mjög þjónusta við rækjuveiðibáta sem gerðir eru út frá Breiðafjarðarsvæðinu. Á verkstæðinu er mjög góður búnaður til víravinnslu og einnig mjög góður búnaður til vinnslu og viðgerða á hopparalengjum. Önnur þjónusta sem verkstæðið býður er sala á vírum, keðjum, lásum og ýmsum öðrum hlutum sem snúa að veiðarfærum og veiðarfæragerð. Einnig er á verkstæðinu búnaður til að taka á móti og gera við risaflottroll sem togaraflotinn notar við úthafskarfaveiðar.

 

Síðast uppfært ( Föstudagur, 05. júní 2009 18:11 )

Guðmundur Runólfsson hf. - Sólvöllum 2, 350 Grundarfjörður, Iceland - Sími/Tel. +354 430 3500